Ætti ekki fréttin að vera úttekt Indriða - ekki viðbrögð Samtaka Iðnaðarins

Indriði Þorláksson birtir frábæra úttekt á rýrum þjóðartekjum okkar af álverum og fréttin hér á Mbl er sú að birta einvörðungu viðbrögð Samataka Iðnaðarins.  Það er auðvitað alveg kristlatært að skoðanir þess góða fulltrúa er eins og annarra hagsmunsamtaka beinlínis til þess gerð að draga úr vægi samantektarinnar  -ekki að fjalla um hana á hlutlægan hátt.

Bjarni segir það vera sérlega jákvætt hversu ítarleg skýrslan sé - en er samt ósáttur við það sem Indriði segir ekki - fremur en það sem Indriði segir. En síðan heldur hann áfram og gagnrýnir ýmislegt en grundvallaratriðin standa semt óhögguð. Beinar tekjur ríkisins eru sáralitlar af álverum og orkusölu til þeirra. Sumt í gagnrýninni Bjarna er beinlínis villandi. Hann gagnrýnir Indirða fyrir að nota gamlar tölur, þ.e. frá 2007 en Indriði er að nota opinerar upplýsingar, m.a. um skatttekjur og uppgjör og nýrri tölur eru ekki til. Indriði passar sig alveg sérstaklega að taka fram hver sé ávinningur af hverjur álveri (ekki heildarávinningi) - og því ekkert sem bendir til að að ávinningur af hverju og einu álveri hafi aukist milli ára.

Bjarni gagnrýnir einnig að Indriði horfi ekki til tekna sem hljótist af umsvifum af þeim miklu framkvæmdum sem fylgi uppbyggingu í áliðnaðinum, framkvæmdum sem vegi þungt þegar slaki er í hagkerfinu, eins og nú. En bíddu nú við......ég hélt að að framkvæmdirnar væru nú að mestu yfirstaðnar og þær hefðu einmitt átt sér stað í íslensku hagkerfi þegar við þurftum ekkert á auknum framkvæmdum að halda (í miðri þennslu!!).

Bjarni talar líka um sprotafyrirtæki sem hafi orðið til vegna stóriðjuuppbyggingar. Þetta hljómar dálítið sérkennilega. Gengisþróun, launaþennsla og aðrir þættir sem fylgdu stóriðjuuppbyggingu síðasta áratugar hefur einmitt unnið gegn uppbyggingu sprotafyrirtækja. Nýlegar kannanir hafa sýnt að eftir stöðugan vöxt hátækni í hlutdeilt íslenskrar verðmætasköpunar, þá hætti þessi þróun varð raunar öfug hér á síðustu árum. Hátæknin hefur dregist aftur úr - sennilega vegna efnahagsstefnu stjórnvalda. 

Það sem stendur þó upp úr er þetta; úttekt Indriða virðist standa algerlega óhögguð eftir þessa "ekki-frétt".


mbl.is Vanmetur mikilvægið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg rétt.

En hvar birti Indriði greinina? Það virðist enginn gefa upp hvar (hm, þú ekki heldur...). Viðbrögðin láta ekki á sér standa og hagsmunaaðilar þeyta upp moldryki miklu svo ekki sjáist til sólar.

Fyrst frétti ég af greininni og síðan voru nokkrar krókaleiðir í netheimum því á annarri bloggsíðu birtist stutt umfjöllun um hana í DV en Indriði er sjálfur með vefsíðu og moggablogg.

Græna loppan (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 08:35

2 Smámynd: Magnús Karl Magnússon

Magnús Karl Magnússon, 4.2.2009 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vísindapólitík

Höfundur

Magnús Karl Magnússon
Magnús Karl Magnússon
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Stig-timaritsgrein
  • Stig-timaritsgrein
  • Stig-timaritsgrein
  • framlög til HI vs samkeppnissjodir
  • framlög til HI vs samkeppnissjodir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband