Nánari útskýring á fréttinni

Eins og stundum gerist þegar fréttir sem þessar birtast er að erfitt er að átta sig á hvað var raunverulega gert í þessari merku rannsókn. Ég skal reyna að skýra það út fyrir ykkur.

Það muna allir eftir Dolly. Þar var framkvæmdur kjarnaflutningur þar sem kjarni úr fullþroska frumu úr "móður" (eða "móður/föður", einungis eitt foreldri!!) var settur í ófrjóvgað egg (í stað kjarnans sem fyrir var). Við þetta hélt eggfruman að hún heðfi frjóvgast og hóf að mynda fósturvísi. Fósturvísirinn var síðan settur í leg móðurinnar sem gékk með fóstrið og fæddi síðan fullburða Dolly sem innihélt nákvæmlega (eða því sem næst nákvæmlega eins) erfðaefni og "móðirinn" hafði. Sem sagt Dollý var einræktuð og má þannig líkja við eineggja tvíbura fyrir utan að tvíburasystir hennar var einnig "móðir" hennar. Þetta er kallað einræktun í æxlunartilgangi ("therapeutic cloning"). Slík einræktun í æxlunartilgangi hefur verið framkvæmd í allmörgum dýrategundum (m.a. kettir, hundar, kýr, mýs o.fl.) Þetta hefur hins ekki gengið í neinum apategundum og auðvitað aldrei verið reynt í mannfólki.  

Þið munið kannski líka eftir kóreska vísindamanninum Hwang sem þóttist hafa einræktað stofnfrumur úr mönnum en reyndist hafa stytt sér leið (m.ö.o. svindlað). Það sem hann þóttist hafa gert var að einrækta í lækningarlegum tilgangi (ekki það sama og að einrækta í æxlunartilgangi). Leyfir mér að skýra út hvað það er, því að það er ákkúrat það sem nú hefur tekist að gera í ættingjum okkar, prímatategundinni rhesus macaque og lýst er í umræddri vísindagrein. Rétt eins og þegar einræktun er gerð í æxlunartilgangi þá er einræktun í lækningartilgangi gerð með því að flytja kjarna úr fullþroska frumu inn í ófrjóvgað egg og við þetta telur eggið að frjóvgun hafi átt sér stað. Frjóvgaða eggið getur nú myndað eitthvað sem líkist fósturvísi. Í stað þess að taka þennan fósturvísi og koma honum fyrir í legi þá er fósturvísirinn notaður til að búa til það sem við köllum fósturstofnfrumulínu. Slík fósturstofnfrumulína inniheldur nú erfðaefni þess apa sem gaf erfðaefnið úr fullþroska frumunni. Fósturstofnfrumulínur geta ekki myndað fóstur en menn binda miklar vonir við fósturstofnfrumulínur þar sem þær geta hugsanlega nýst í framtíðinni til að gera við skemmda vefi.

Sem sagt, nú hefur tekist að að búa til fósturstofnfrumulíu með einræktun (m.ö.o. einræktun í lækningarlegum tilgangi) í fyrsta skipti í prímata. Við erum prímatar eins og ýmsir frændur okkar í apafjölskyldunni. Hwang þóttist hafa gert þetta í mönnum en svo reyndist ekki vera. Nú telja sem sagt vísindamenn sig hafa tekist þetta, en munum að þetta var ekki auðhlaupið. Það þurfti gífurlegt magn af eggjum (yfir 300) til að búa til eina slíka frumulínu og því er mikil vinna framundan að skilja af hverju þetta er svona erfitt í okkur prímötunum. En þetta er spennandi og þarna bætist við eitt lítið púsl í þá stóru mynd sem stofnfrumurannsóknir eru að mála þessa dagana.


mbl.is Vísindamenn segjast hafa einræktað fósturvísi úr apa í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Karl Magnússon

Ég tók eftir villu í færslunni minni hér að ofan...

.... sagði einræktun í æxlunartilgangi ("therapeutic cloning")

.....átti að vera einræktun í æxlunartilgangi ("reproductive cloning")

Biðst forláts á þessu.

Magnús Karl Magnússon, 14.11.2007 kl. 16:45

2 Smámynd: Magnús Karl Magnússon

Vildi líka bæta við að apinn sem er "móðir eða faðir" þessarar stofnfrumulínu gengur undir nafninu Semos. Semos var guð apanna í myndinni ódauðlegu "Planet of the apes". Semos gengur þannig nú í gegnum endurnýjun lífdaga sem ódauðleg stofnfrumulína sem sennilega verður rannsökuð um allan heima af hinum ýmsu vísindamönnum.

Magnús Karl Magnússon, 14.11.2007 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vísindapólitík

Höfundur

Magnús Karl Magnússon
Magnús Karl Magnússon
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Stig-timaritsgrein
  • Stig-timaritsgrein
  • Stig-timaritsgrein
  • framlög til HI vs samkeppnissjodir
  • framlög til HI vs samkeppnissjodir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband