Vísindastefna ríksistjórnarinnar og efndir!

Hún er skrítin þessi pólitík. Maður hefði ætlað að eitthvað samhengi væri milli flokka og stefnu annars vegar og efnda og loforða hins vegar. Flokkar standa fyrir stefnu og síðan eiga efndir og loforð að endurspegla þessi stefnumið flokksins. Stundum finnst manni eins og það sé ansi hreint langt frá því að íslensk pólitík hafi náð þeim þroska að geta staðið við þetta einfalda prinsipp: Stefna stendur fyrir það sem flokkurinn vill gera!! Við höfum núna hrópandi dæmi um þetta í aðdraganda kosninga.Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka haft skýra vísindastefnu. Henni er lýst á skeleggann hátt í ályktun flokksins í vísindamálum á síðasta landsfundi og hér emur orðréttur kafli úr þessaari ályktun: “Samkeppni um opinbert fjármagn til rannsókna og tækniþróunar hvetur til skilvirkni og skilgreinir tak­mark og tilgang þeirra betur en fastar fjárveitingar til opinberra stofnana. Þó eru níu af hverjum tíu krón­­um af opinberum rannsóknafjárveitingum bein framlög til háskóla og stofnana. Landsfundur telur mikilvægt að auka verulega hlut samkeppnisfjár í opinberum rannsókna­fjárveitingum þannig að keppt sé um rannsóknafjárveitingar samkvæmt mati á gæðum rannsókna­verkefna og væntingum um árangur og bestu verkefnin hverju sinni hljóti styrk. Tryggja þarf að samkeppnissjóðir séu nægilega sterkir til að hafa það vogarafl sem til þarf.” Þetta er skelegg og skýr stefna og ákaflega vel orðuð. Síðan þessi ályktun flokksins var samþykkt hefur Vísinda- og tækniráð undir forystu forsætisráðherra, Geirs Haarde samþykkt stefnumótun fyrir árin 2006-2009. Þar segir orðrétt um fjármögnun vísinda- og tækniþróunar: “Vísinda- og tækniráð hvetur til þess að hækkun beinna fjárveitinga til rannsókna renni að stærstum hluta til samkeppnissjóða og áætlana sem úthluta fé á grundvelli umsókna og faglegs mats.” Er þetta ekki nokkuð augljóst mál. Sjálfstæðisflokkurinn og ríksistjórnin undir forystu þessa flokks hefur skýra stefnu í því hvernig á stuðla að bættum vísindum á Íslandi. Nú kemur að efndunum. Frá því þessi skýra stefna hefur verið samþykkt bæði í flokknum og í ríkisstjórn þá hefr verið stigið eitt risaskref í framkvæmd þessarar vísinda- og tæknistefnu. Þetta skref er samingur Menntamálaráðherra við Háskóla Íslands. Aukið fjármagn til vísindarannsókna við HÍ er forsenda og krafa sem vísindasamfélagið stendur einhuga að baki. En hvað segir stefna flokksins og ríksistjórnarinnar? Ég ætla ekki að endurtaka það sem ég “kvóteraði” hér að ofan! Stefnan er skýr og skilmerkileg – fjármagn til vísindarannsókna við HÍ (eins og við aðrar stofnanir) er best nýtt vísindunum til framdráttar ef þeim er úthlutað gegnum opinbera samkeppnissjóði. Er ekki menntamálaráðherra komin í beina mótsögn við stefnu eigin flokks og ríkisstjórnar? Hæstvirrtur ráðherra kemur síðan fram með ásakanir um að pólitíkus sem dirfist að benda ráherranum á að það hefði verið affærasælla að efla frekar samkeppnissjóðina að þessi pólitíkus sé á móti HÍ. Ég verð nú bara að segja – hún er skrítin þessi pólitík. Þórunn Sveinbjarnadóttir frá Samfylkingunni, flokki sem því miður hefur hingað til ekki haft skýra stefnu í þessum málaflokki skrifaði góða stutta grein í Fréttablaðið um þennan sérkennilega samning Menntamálaráðherra og HÍ (sjá: http://www.visindi.blog.is/blog/visindi/entry/107587/). Í sérkennilegu svari menntamálaráðherra reynir hún að klóra í bakkann (http://www.visindi.blog.is/blog/visindi/entry/109067/).  Hún bendir á að samkepnnisjóðir hafi verið efldir - raunar tvöfaldaðir – sem ekki er lítið. En við skulum líta á tölur. Það er rétt að samkeppnissjóðir hafa verið tvöfaldaðir. Þeir fóru úr næstum engu í eitthvað pínulítið. Rannsóknarsjóður, stærsti einstaki sjóður til grunnrannsókna er núna 600 milljóni á ári. Allir samkeppnissjóðirirnir hljóða upp á 1,5 milljarð á ári. Það er með þessar tölur að leiðarljósi sem sjálfstæðisflokkurinn skrifaði vísindaályktun sína á síðasta landsfundi (ekki gömlu tölurnar fyrir tvöföldun þessara sjóða). Það var í ljósi þessara talna eftir hækkun sem Vísinda- og tækniráð setti stefnu sína sem útlistuð var hér að ofan. Menntamálaráherra ræðst þannig beint á eigin stefnu þegar hún ásakar þá sem hefðu frekar viljað sjá hluta af fjármagninu sem bundið er í Háskólasamningnum renna í samkeppnissjóðina um að vera á móti HÍ. Hvílíkur útúrsnúningur er þetta. Samkeppnissjóðirnir eru þarna til að útdeila peningunum til vísindamanna. Samningurinn við HÍ er til að styrkja þessa sömu vísindamenn. Telur Menntamálaráðherra að peningarnir skili sér betur til þeirra vísindamanna sem best standa sig ef að þeir renna í gegnum stjórnkerfi HÍ fremur en vera útdeilt beint þeirra vísindaverkefna sem best eru talin að vísindamönnum sjálfum sem ráðleggja um úthlutun úr samkepnnissjóðunum? Ef að menntamálaráðherra telur svo vera þá óska ég þess að hún gangi úr sjálfstæðisflokknum eða að næsti landsfundur flokksins samþykki stefnu sem hljóðar einhvern vegin svona: “Þrátt fyrir að samkeppni um opinbert fjármagn til rannsókna og tækniþróunar hvetji til skilvirkni og skilgreinir tak­mark og tilgang þeirra betur en fastar fjárveitingar til opinberra stofnana og þrátt fyrir að níu af hverjum tíu krón­­um af opinberum rannsóknafjárveitingum séu bein framlög til háskóla og stofnana þá telur Landsfundur mikilvægt að auka enn bein framlög til stofnanna. Tryggja þarf að samkeppnissjóðir séu það veikir að þeir hafi ekki það  vogarafl sem til þarf. Fyrsta skrefið í þessari stefnumótun er að tryggja að bein framlög til rannsókna við HÍ verði þrisvar sinnu hærra en allir opinberir samkeppnissjóðir. Vonast er til að með því að tryggja að vísindamenn innan HÍ þurfi ekki að keppa við aðra vísindamenn á Íslandi muni þeir vaxa svo að gæðum að þeir nái að gera HÍ eð einum af 100 bestu vísindaháskólum í heimi.

Að lokum sýni ég ykkur graf sem sýnir þróun fjármögnunar í samkeppnisjóði Vísinda-  og tækniráðs (VTR) og beinna fjárframlega til rannsókna innan HÍ eins og það liggur fyrir samkvæmt loforðum menntamálaráðherra:

framlög til HI vs samkeppnissjodir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vísindapólitík

Höfundur

Magnús Karl Magnússon
Magnús Karl Magnússon
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Stig-timaritsgrein
  • Stig-timaritsgrein
  • Stig-timaritsgrein
  • framlög til HI vs samkeppnissjodir
  • framlög til HI vs samkeppnissjodir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband